Fótbolti

Tölfræðin segir að Frank Lampard sé leikmaður áratugarins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Nordicphotos/GettyImages
Opinber tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar sýnir að Frank Lampard sé leikmaður fyrsta áratugarins á öldinni.

Lampard hefur spilað flesta leiki allra, verið í flestum sigurleikjunum af öllum leikmönnum, er næst hæstur í stoðsendingum og er í fjórða sæti yfir flest mörk skoruð.

Jamie Carragher hjá Liverpool hefur spilað næst flesta leiki, aðeins fimm færri en Lampard sem hefur spilað 346 leiki, þar af 210 sigurleiki.

Ryan Giggs er stoðsendingakóngur áratugarins með 76 stoðsendingar en Lampard er þar rétt á eftir. Þá hefur Lampard skorað 100 mörk en Thierry Henry er markahæstur með 169 mörk.

Lampard kostaði Chelsea 11 milljónir punda í júní árið 2001 og fer eflaust í sögubækurnar sem einhver bestu kaup allra tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×