Fótbolti

Jagielka vonast til að snúa aftur í janúar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Phil Jagielka.
Phil Jagielka. Nordicphotos/GettyImages
Phil Jagilelka er vongóður um að snúa til baka í næsta mánuði eftir langa veru á hliðarlínunni vegna meiðsla. Varnarmaðurinn meiddist á hné gegn Manchester City í apríl síðastliðnum.

Jagielka er mikilvægur liðsmaður Everton og var meðal annars valinn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Hann hefur farið í tvær aðgerðir vegna meiðslanna.

„Mér gengur vel, þetta gengur ennþá hægt en það er hluti af þessu,“ sagði Jagielka um meiðslin. „Ég þarf bara að bíða og vonandi get ég byrjað að æfa eftir nokkrar vikur. Við sjáum svo til,“ sagði Jagielka.

Óttast var að hann yrði frá í að minnsta kosti ár en nú lítur út fyrir að hann nái að spila á síðari hluta tímabilsins. Everton bíður einnig eftir fréttum af hnémeiðslum af  Mikel Arteta, Victor Anichebe og fyrirliðanum Phil Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×