Innlent

Evrópuályktun samþykkt á landsfundi

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær þegar Geir H. Haarde, fráfarandi formaður, setti fundinn.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær þegar Geir H. Haarde, fráfarandi formaður, setti fundinn.

Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það krafa Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna. Þetta kemur fram í ályktun sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag.

Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna.






Tengdar fréttir

Bjarni Ben: Betur borgið utan ESB

Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson.

Sjálfstæðismenn vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember.

Björn sammála Evrópunefndinni

„Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag.

Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×