Lífið

Fyrsta æfingin hjá Jóhönnu tókst vel - myndband

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir stóð sig vel að mati þeirra sem fengu að fylgjast með fyrstu æfingu hennar á sviðinu í Moskvu en Ísland tekur þátt í undankeppni Eurovision þar í borg þann 12. maí næstkomandi. Á heimasíðunni eurivision.tv er gerður góður rómur að æfingu íslenska hópsins en sviðsmyndin þykir sérlega glæsileg.

Undir íðilfögrum söngnum birtast myndir á risaskjá af bláum skýjum, höfrungum, dúfum og stóru hvítu skipi. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Jóhönnu renna í gegnum lagið ásamt bakraddar söngvurum og gítarleikara. Þá er þess getið að kjóllinn sem Jóhanna, eða Yohanna eins og hún er kölluð í austurvegi, sé ljósblár síðkjóll skreyttur fjöðrum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.