Notkun nauðgunarlyfja algengri en tölur sýna 14. janúar 2009 19:31 Notkun deyfandi lyfja og svonefndra nauðgunarlyfja er talin mun algengari en tölur sýna. Margir sleppa með skrekkinn áður en til ofbeldis kemur. Um liðna helgi varð ung kona í Reykjavík fyrir því að ólyfjan var sett í drykk hennar á veitingastað. Enginn ofbeldisverknaður átti sér hins vegar stað og því var atvikið ekki tilkynnt. Verkefnisstjóri hjá neyðarmóttöku vegna nauðgunar segir að engin leið sé að vita hver margir verði fyrir slíku áfalli. ,,En það sem við teljum miðað við lýsingar þolenda sem leita til okkar að 5 til 7 mál á ári sem eru mjög líkleg. En það eru mun fleiri sem hafa grunsemdir um að þeim hafi verið byrlað en miðað við lýsingu á áfengisnotkun að það sé aðalástæðan. Þannig að við í raun og veru getum ekki sagt fyrir víst hversu margir þetta eru," segir Eyrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Ákveðin upplifun er flestum fórnarlömbum sameiginleg. ,,Já það er þetta óöryggi, þessi tilfinning um að hafa misst stjórn á lífi sínu og týnt kafla í lífi sínu sem það mun aldrei geta endurheimt aftur," segir Eyrún. Ýmis próf eru til, sem hægt er að kaupa í apóteki og hugsanlega geta sýnt fram á að lyf séu í blóði eða þvagi. Þó er engin vissa fyrir því að þau gefi rétta niðurstöðu, því efni eins til að mynda smjörsýra og Rohypnol hverfa mjög fljótt úr líkamanum, jafnvel eftir nokkrar klukkustundir. Fullkomnari mælingar eru gerðar á sjúkrastofnunum, en þær eru dýrar og því sjaldan ráðist í þær. Eyrún leggur áherslu á fyrirbyggjandi þætti - svo sem að vinir og vinkonur fylgist að, ekki þiggja drykki og skilja aldrei við sig glas eða flösku - aldrei sé of varlega farið. Komi eitthvað fyrir eigi að leita aðstoðar sem allra fyrst. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Notkun deyfandi lyfja og svonefndra nauðgunarlyfja er talin mun algengari en tölur sýna. Margir sleppa með skrekkinn áður en til ofbeldis kemur. Um liðna helgi varð ung kona í Reykjavík fyrir því að ólyfjan var sett í drykk hennar á veitingastað. Enginn ofbeldisverknaður átti sér hins vegar stað og því var atvikið ekki tilkynnt. Verkefnisstjóri hjá neyðarmóttöku vegna nauðgunar segir að engin leið sé að vita hver margir verði fyrir slíku áfalli. ,,En það sem við teljum miðað við lýsingar þolenda sem leita til okkar að 5 til 7 mál á ári sem eru mjög líkleg. En það eru mun fleiri sem hafa grunsemdir um að þeim hafi verið byrlað en miðað við lýsingu á áfengisnotkun að það sé aðalástæðan. Þannig að við í raun og veru getum ekki sagt fyrir víst hversu margir þetta eru," segir Eyrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Ákveðin upplifun er flestum fórnarlömbum sameiginleg. ,,Já það er þetta óöryggi, þessi tilfinning um að hafa misst stjórn á lífi sínu og týnt kafla í lífi sínu sem það mun aldrei geta endurheimt aftur," segir Eyrún. Ýmis próf eru til, sem hægt er að kaupa í apóteki og hugsanlega geta sýnt fram á að lyf séu í blóði eða þvagi. Þó er engin vissa fyrir því að þau gefi rétta niðurstöðu, því efni eins til að mynda smjörsýra og Rohypnol hverfa mjög fljótt úr líkamanum, jafnvel eftir nokkrar klukkustundir. Fullkomnari mælingar eru gerðar á sjúkrastofnunum, en þær eru dýrar og því sjaldan ráðist í þær. Eyrún leggur áherslu á fyrirbyggjandi þætti - svo sem að vinir og vinkonur fylgist að, ekki þiggja drykki og skilja aldrei við sig glas eða flösku - aldrei sé of varlega farið. Komi eitthvað fyrir eigi að leita aðstoðar sem allra fyrst.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira