Innlent

Utan gátta leiksýning ársins

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Frá kynningu tilnefninga til Grímunnar 2009.
Frá kynningu tilnefninga til Grímunnar 2009.

Leiksýningin Utan gátta var valin leiksýning ársins á Grímuverðlaununum, en leikstjóri sýningarinnar, Kristín Jóhannesdóttir, vann til verðlauna fyrir bestu leikstjórn ársins. Sýningin Utan gátta hlaut flest verðlaun á hátíðinni, eða alls sex talsins.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, afhentu verðlaunin fyrir leiksýningu ársins.

Þetta var í sjöunda skiptið sem Gríman er haldin, en verðlaunahátíðin fór fyrst fram sumarið 2003.






Tengdar fréttir

Harpa Arnardóttir og Björn Thors leikarar ársins

Harpa Arnardóttir flutti þakkarræðu sína á íslensku leiklistarverðlaununum, Grímunni, í gegnum fartölvu. Harpa hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki, en gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar eð hún var stödd í Danmörku.

Sigurður Pálsson leikskáld ársins

Sigurði Pálssyni voru veitt íslensku leiklistarverðlaunin sem leikskáld ársins á verðlaunaafhendingu Grímunnar. Sigurður hlaut verðlaunin fyrir verk sitt Utan Gátta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×