Innlent

Hafa þungar áhyggjur af lækkandi lánshæfismati

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Magnús Árni segir hættu á því að skuldabréf íslenskra fyrirtækja verði gjaldfelld falli lánshæfismat landsins í C flokk.
Magnús Árni segir hættu á því að skuldabréf íslenskra fyrirtækja verði gjaldfelld falli lánshæfismat landsins í C flokk. Mynd/EOL

InDefence hópurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir áhyggjum vegna niðurstöðu greiningar Íslandsbanka um hugsanlega lækkun á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands vegna Icesave skuldbindingar. Magnús Árni Skúlason, einn forvsvarsmanna InDefence, undirstrikar þetta í samtali við Vísi.

Magnús segir lánshæfismat landsins afar mikilvægt því skuldbindingarnar sem þjóðin tekur á sig séu í erlendri mynt.

„Við sjáum það að sum fyrirtæki með skuldabréf útgefin hafa skilyrði í lánasamningum um að lánshæfismatið megi ekki fara niður í „junk". Þá eru lánin gjaldfelld," segir Magnús og tekur orkufyrirtækin sem dæmi um aðila sem gætu hugsanlega lent illa í lækkandi lánshæfismati. Hann bætir við að margir fjárfestingarsjóðir hafi það í sínum samþykktum að þeir megi ekki lána til ríkja eða fyrirtækja með lánshæfið C eða „junk".

„Það er mjög mikilvægt að ganga úr skugga um þetta atriði áður en lengra er haldið og sjá hverjar framtíðarhorfurnar eru," segir Magnús. „Það þarf að fækka ef-unum í Icesave."










Tengdar fréttir

Líkur á að lánshæfismat ríkissjóðs falli niður í rusl-flokk

Líkur eru á að lánshæfismat ríkissjóðs verði lækkað niður í einkunnina C sem þýðir rusl eða „junk“ á alþjóðlegum lánsfjármarkaði. Slíkt myndi ekki létta róðurinn hjá íslenskum stjórnvöldum í baráttu þeirra við núverandi efnahagsvanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×