Innlent

Klukknahljóð á alþingi - sló 23 sinnum á bjölluna

Heimir Már Pétursson skrifar

Forseti Alþingis fór hamförum á bjöllunni í dag og sló allt að tuttugu og þrisvar í hana, þegar honum fannst formaður Framsóknarflokksins fara á svig við þingsköp og ræða allt önnur mál en dagskrárliðurinn heimilaði honum.

Þingmenn höfðu lokið umræðum um störf þingsins og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis gerði sig líklega til að helypa að utandagskrárumræðu um nýtingu orkulinda og uppbyggingu stóriðju, þegar Eygló Harðardóttir kvað sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Sú ræða snérist að mestu um kröfu um að haldinn yrði fundur í menntamálanefnd og var forseti ekki sáttur við það.

Og ekki tók betra við þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins vildi ræða um fundarstjórn forseta en fór þá að ræða forsætisráðherra og Icesavedeiluna.

Þá vildi Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokks ræða fundarstjórn forseta og óskaði eftir fundi þingflokks Framsóknar með forseta um fundarstjórn hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×