Eignafrysting var nauðsynleg 16. júní 2009 00:01 Það var rétt af Bretum að beita hryðjuverkalögunum gegn Landsbankanum á sínum tíma, til að tryggja fjármálastöðugleika í Bretlandi, segir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í svarbréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Í bréfinu, sem Fréttablaðið hefur afrit af, segist Brown hins vegar ætla að fara vandlega yfir, og bregðast við, skýrslu bresku þingnefndarinnar, sem komst að því að beiting laganna hefði verið afar gagnrýniverð. Brown segir breska fjármálaráðuneytið einnig ætla að taka lögin til skoðunar, samkvæmt tilmælum nefndarinnar. Jóhanna skrifaði Brown bréf 7. apríl og ræddi meðal annars skýrsluna. „Ég hefði mikinn áhuga á að heyra hvernig ríkisstjórn þín muni bregðast við niðurstöðunni og sérstaklega hvort frystingunni á Landsbanka verði aflétt," sagði hún. Slík sáttaumleitan yrði metin að verðleikum. Einnig harmaði Jóhanna að hún hefði ekki komist á Nató-fundinn síðasta og tilkynnti að íslensk Icesave-samninganefnd hefði verið skipuð. Sú hefði umboð til að ná niðurstöðu í samningunum, í samræmi við þær línur sem lagðar voru í Brussel í nóvember. Jóhanna sé tilbúin að gera sitt allra ítrasta til að leysa Icesave-deiluna. Þá segist forsætisráðherra vilja hafa góð tvíhliða tengsl við Bretland. Þá minnir hún á sameiginlega hagsmuni, til að mynda í baráttu gegn skattaskjólum. Í þá þágu hafi Íslendingar fengið Evu Joly sér til liðs. Svarbréf Browns er frá 24. apríl. Fyrir utan það sem á undan segir, tekur hann þar undir með Jóhönnu að brýnt sé að Icesave-deilan verði leyst og að þjóðin standi við skuldbindingar sínar. Einnig minnist hann á skattaskjólin og að fjármálaráðuneyti sitt hafi boðið upp á tvíhliða viðræður um þau. „Ég er í engum vafa um að samskipti Íslands og Bretlands eiga sér bjarta framtíð, horft áfram veginn," segir Brown í lokin. Fréttablaðið bar efni bréfanna undir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Hann segir bréf Jóhönnu hljóma kurteislega en að greina megi alvarlegan undirtón. Mörgum hafi virst nokkur sigur unninn með skýrslu bresku nefndarinnar. Jóhanna spyrji því sem svo hvort ekki eigi að bregðast við þessu. „En í þessu bréfi gefur Brown ekkert pláss fyrir neinn efa um að íslenskum stjórnvöldum beri að ábyrgjast Icesave-reikningana. Það er enginn vafi þar," segir Guðni. Mergur málsins, að mati Browns, sé sá að ákveðnar ástæður hafi verið fyrir eignafrystingunni. „Og Jóhanna gat þá fengið það staðfest enn einu sinni að það yrði erfitt að taka eina runu til viðbótar í þeim leik," sagði Guðni.- kóþ Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Það var rétt af Bretum að beita hryðjuverkalögunum gegn Landsbankanum á sínum tíma, til að tryggja fjármálastöðugleika í Bretlandi, segir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í svarbréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Í bréfinu, sem Fréttablaðið hefur afrit af, segist Brown hins vegar ætla að fara vandlega yfir, og bregðast við, skýrslu bresku þingnefndarinnar, sem komst að því að beiting laganna hefði verið afar gagnrýniverð. Brown segir breska fjármálaráðuneytið einnig ætla að taka lögin til skoðunar, samkvæmt tilmælum nefndarinnar. Jóhanna skrifaði Brown bréf 7. apríl og ræddi meðal annars skýrsluna. „Ég hefði mikinn áhuga á að heyra hvernig ríkisstjórn þín muni bregðast við niðurstöðunni og sérstaklega hvort frystingunni á Landsbanka verði aflétt," sagði hún. Slík sáttaumleitan yrði metin að verðleikum. Einnig harmaði Jóhanna að hún hefði ekki komist á Nató-fundinn síðasta og tilkynnti að íslensk Icesave-samninganefnd hefði verið skipuð. Sú hefði umboð til að ná niðurstöðu í samningunum, í samræmi við þær línur sem lagðar voru í Brussel í nóvember. Jóhanna sé tilbúin að gera sitt allra ítrasta til að leysa Icesave-deiluna. Þá segist forsætisráðherra vilja hafa góð tvíhliða tengsl við Bretland. Þá minnir hún á sameiginlega hagsmuni, til að mynda í baráttu gegn skattaskjólum. Í þá þágu hafi Íslendingar fengið Evu Joly sér til liðs. Svarbréf Browns er frá 24. apríl. Fyrir utan það sem á undan segir, tekur hann þar undir með Jóhönnu að brýnt sé að Icesave-deilan verði leyst og að þjóðin standi við skuldbindingar sínar. Einnig minnist hann á skattaskjólin og að fjármálaráðuneyti sitt hafi boðið upp á tvíhliða viðræður um þau. „Ég er í engum vafa um að samskipti Íslands og Bretlands eiga sér bjarta framtíð, horft áfram veginn," segir Brown í lokin. Fréttablaðið bar efni bréfanna undir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Hann segir bréf Jóhönnu hljóma kurteislega en að greina megi alvarlegan undirtón. Mörgum hafi virst nokkur sigur unninn með skýrslu bresku nefndarinnar. Jóhanna spyrji því sem svo hvort ekki eigi að bregðast við þessu. „En í þessu bréfi gefur Brown ekkert pláss fyrir neinn efa um að íslenskum stjórnvöldum beri að ábyrgjast Icesave-reikningana. Það er enginn vafi þar," segir Guðni. Mergur málsins, að mati Browns, sé sá að ákveðnar ástæður hafi verið fyrir eignafrystingunni. „Og Jóhanna gat þá fengið það staðfest enn einu sinni að það yrði erfitt að taka eina runu til viðbótar í þeim leik," sagði Guðni.- kóþ
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira