Eignafrysting var nauðsynleg 16. júní 2009 00:01 Það var rétt af Bretum að beita hryðjuverkalögunum gegn Landsbankanum á sínum tíma, til að tryggja fjármálastöðugleika í Bretlandi, segir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í svarbréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Í bréfinu, sem Fréttablaðið hefur afrit af, segist Brown hins vegar ætla að fara vandlega yfir, og bregðast við, skýrslu bresku þingnefndarinnar, sem komst að því að beiting laganna hefði verið afar gagnrýniverð. Brown segir breska fjármálaráðuneytið einnig ætla að taka lögin til skoðunar, samkvæmt tilmælum nefndarinnar. Jóhanna skrifaði Brown bréf 7. apríl og ræddi meðal annars skýrsluna. „Ég hefði mikinn áhuga á að heyra hvernig ríkisstjórn þín muni bregðast við niðurstöðunni og sérstaklega hvort frystingunni á Landsbanka verði aflétt," sagði hún. Slík sáttaumleitan yrði metin að verðleikum. Einnig harmaði Jóhanna að hún hefði ekki komist á Nató-fundinn síðasta og tilkynnti að íslensk Icesave-samninganefnd hefði verið skipuð. Sú hefði umboð til að ná niðurstöðu í samningunum, í samræmi við þær línur sem lagðar voru í Brussel í nóvember. Jóhanna sé tilbúin að gera sitt allra ítrasta til að leysa Icesave-deiluna. Þá segist forsætisráðherra vilja hafa góð tvíhliða tengsl við Bretland. Þá minnir hún á sameiginlega hagsmuni, til að mynda í baráttu gegn skattaskjólum. Í þá þágu hafi Íslendingar fengið Evu Joly sér til liðs. Svarbréf Browns er frá 24. apríl. Fyrir utan það sem á undan segir, tekur hann þar undir með Jóhönnu að brýnt sé að Icesave-deilan verði leyst og að þjóðin standi við skuldbindingar sínar. Einnig minnist hann á skattaskjólin og að fjármálaráðuneyti sitt hafi boðið upp á tvíhliða viðræður um þau. „Ég er í engum vafa um að samskipti Íslands og Bretlands eiga sér bjarta framtíð, horft áfram veginn," segir Brown í lokin. Fréttablaðið bar efni bréfanna undir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Hann segir bréf Jóhönnu hljóma kurteislega en að greina megi alvarlegan undirtón. Mörgum hafi virst nokkur sigur unninn með skýrslu bresku nefndarinnar. Jóhanna spyrji því sem svo hvort ekki eigi að bregðast við þessu. „En í þessu bréfi gefur Brown ekkert pláss fyrir neinn efa um að íslenskum stjórnvöldum beri að ábyrgjast Icesave-reikningana. Það er enginn vafi þar," segir Guðni. Mergur málsins, að mati Browns, sé sá að ákveðnar ástæður hafi verið fyrir eignafrystingunni. „Og Jóhanna gat þá fengið það staðfest enn einu sinni að það yrði erfitt að taka eina runu til viðbótar í þeim leik," sagði Guðni.- kóþ Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Það var rétt af Bretum að beita hryðjuverkalögunum gegn Landsbankanum á sínum tíma, til að tryggja fjármálastöðugleika í Bretlandi, segir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í svarbréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Í bréfinu, sem Fréttablaðið hefur afrit af, segist Brown hins vegar ætla að fara vandlega yfir, og bregðast við, skýrslu bresku þingnefndarinnar, sem komst að því að beiting laganna hefði verið afar gagnrýniverð. Brown segir breska fjármálaráðuneytið einnig ætla að taka lögin til skoðunar, samkvæmt tilmælum nefndarinnar. Jóhanna skrifaði Brown bréf 7. apríl og ræddi meðal annars skýrsluna. „Ég hefði mikinn áhuga á að heyra hvernig ríkisstjórn þín muni bregðast við niðurstöðunni og sérstaklega hvort frystingunni á Landsbanka verði aflétt," sagði hún. Slík sáttaumleitan yrði metin að verðleikum. Einnig harmaði Jóhanna að hún hefði ekki komist á Nató-fundinn síðasta og tilkynnti að íslensk Icesave-samninganefnd hefði verið skipuð. Sú hefði umboð til að ná niðurstöðu í samningunum, í samræmi við þær línur sem lagðar voru í Brussel í nóvember. Jóhanna sé tilbúin að gera sitt allra ítrasta til að leysa Icesave-deiluna. Þá segist forsætisráðherra vilja hafa góð tvíhliða tengsl við Bretland. Þá minnir hún á sameiginlega hagsmuni, til að mynda í baráttu gegn skattaskjólum. Í þá þágu hafi Íslendingar fengið Evu Joly sér til liðs. Svarbréf Browns er frá 24. apríl. Fyrir utan það sem á undan segir, tekur hann þar undir með Jóhönnu að brýnt sé að Icesave-deilan verði leyst og að þjóðin standi við skuldbindingar sínar. Einnig minnist hann á skattaskjólin og að fjármálaráðuneyti sitt hafi boðið upp á tvíhliða viðræður um þau. „Ég er í engum vafa um að samskipti Íslands og Bretlands eiga sér bjarta framtíð, horft áfram veginn," segir Brown í lokin. Fréttablaðið bar efni bréfanna undir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Hann segir bréf Jóhönnu hljóma kurteislega en að greina megi alvarlegan undirtón. Mörgum hafi virst nokkur sigur unninn með skýrslu bresku nefndarinnar. Jóhanna spyrji því sem svo hvort ekki eigi að bregðast við þessu. „En í þessu bréfi gefur Brown ekkert pláss fyrir neinn efa um að íslenskum stjórnvöldum beri að ábyrgjast Icesave-reikningana. Það er enginn vafi þar," segir Guðni. Mergur málsins, að mati Browns, sé sá að ákveðnar ástæður hafi verið fyrir eignafrystingunni. „Og Jóhanna gat þá fengið það staðfest enn einu sinni að það yrði erfitt að taka eina runu til viðbótar í þeim leik," sagði Guðni.- kóþ
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira