Skynsamlegt að leita til Mannréttindadómstólsins 6. janúar 2009 14:38 Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir skynsamlegt að ríkisstjórnin ætli að leita réttar síns gagnvart Bretum fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að höfða ekki mál gegn breska ríkinu en kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstólnum. Ríkisstjórnin hyggst jafnframt styðja af alefli við málsókn skilanefndar Kaupþings vegna framgöngu breska Fjármálaeftirlitsins gegn Singer & Friedlander, dótturfyrirtækis Kaupþings, þann 8. október 2008, en þá yfirtók eftirlitið rekstur bankans með þeim afleiðingum að móðurfyrirtækið komst í greiðsluþrot. Sigurður hefur talað fyrir því að hart mæti hörðu og segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar byggi á mati og yfirlegu færustu lögmanna bæði hérlendis og erlendis. ,,Að láta reyna á réttmæti þessara aðgerða fyrir tveimur dómstólum sýnir að stjórnvöld ætla ekki að sætta sig við framferði Breta." Sigurður telur að málshöfðun skilanefndar Kaupþings eigi ekki að þurfa að taka langan tíma. Framhaldið ráðist alfarið á niðurstöðu breskra dómstóla. ,,Það er augljóst ef að niðurstaðan verður Kaupþingi í hag munu þeir aðilar sem sýnt geta fram á að þeir hafi orðið fyrir tjóni farið í skaðabótamál þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir." Ef niðurstaðan verður Kaupþingi í hag telur Sigurður að bresk stjórnvöld muni sjá sæng sína útbreidda og setjast við samningaborðið með íslenskum stjórnvöldum til að semja um hugsanlegar skaðabætur. Aftur á móti sé ómögulegt að segja til hver niðurstaðan í málinu verði. ,,Breskir dómstólar hafa aldrei verið hræddir við að dæma breska ríkinu í óhag þannig að ég er bjarsýnn á þeir taki á málinu með hlutlausum hætti." Tengdar fréttir Kynningarherferð samhliða málsókn gegn Bretum Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, telja nauðsynlegt að samhliða málsókn íslenska ríkisins gegn breskum stjórnvöldum verði gripið til kynningarherferðar erlendis. Þeir vilja að málið verði sótt fast eftir. Þetta kemur fram í grein sem þeir rita í Morgunblaðið í dag. 5. janúar 2009 09:53 Ríkisstjórn vill leita til Mannréttindadómstólsins Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna beitingar breskra stjórnvalda á svonefndum hryðjuverkalögum frá árinu 2001 gegn Landsbankanum á síðasta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi sem fram fór nú í morgun. Ekki verður höfðað mál gegn breska ríkinu þar í landi. 6. janúar 2009 12:14 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir skynsamlegt að ríkisstjórnin ætli að leita réttar síns gagnvart Bretum fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að höfða ekki mál gegn breska ríkinu en kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstólnum. Ríkisstjórnin hyggst jafnframt styðja af alefli við málsókn skilanefndar Kaupþings vegna framgöngu breska Fjármálaeftirlitsins gegn Singer & Friedlander, dótturfyrirtækis Kaupþings, þann 8. október 2008, en þá yfirtók eftirlitið rekstur bankans með þeim afleiðingum að móðurfyrirtækið komst í greiðsluþrot. Sigurður hefur talað fyrir því að hart mæti hörðu og segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar byggi á mati og yfirlegu færustu lögmanna bæði hérlendis og erlendis. ,,Að láta reyna á réttmæti þessara aðgerða fyrir tveimur dómstólum sýnir að stjórnvöld ætla ekki að sætta sig við framferði Breta." Sigurður telur að málshöfðun skilanefndar Kaupþings eigi ekki að þurfa að taka langan tíma. Framhaldið ráðist alfarið á niðurstöðu breskra dómstóla. ,,Það er augljóst ef að niðurstaðan verður Kaupþingi í hag munu þeir aðilar sem sýnt geta fram á að þeir hafi orðið fyrir tjóni farið í skaðabótamál þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir." Ef niðurstaðan verður Kaupþingi í hag telur Sigurður að bresk stjórnvöld muni sjá sæng sína útbreidda og setjast við samningaborðið með íslenskum stjórnvöldum til að semja um hugsanlegar skaðabætur. Aftur á móti sé ómögulegt að segja til hver niðurstaðan í málinu verði. ,,Breskir dómstólar hafa aldrei verið hræddir við að dæma breska ríkinu í óhag þannig að ég er bjarsýnn á þeir taki á málinu með hlutlausum hætti."
Tengdar fréttir Kynningarherferð samhliða málsókn gegn Bretum Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, telja nauðsynlegt að samhliða málsókn íslenska ríkisins gegn breskum stjórnvöldum verði gripið til kynningarherferðar erlendis. Þeir vilja að málið verði sótt fast eftir. Þetta kemur fram í grein sem þeir rita í Morgunblaðið í dag. 5. janúar 2009 09:53 Ríkisstjórn vill leita til Mannréttindadómstólsins Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna beitingar breskra stjórnvalda á svonefndum hryðjuverkalögum frá árinu 2001 gegn Landsbankanum á síðasta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi sem fram fór nú í morgun. Ekki verður höfðað mál gegn breska ríkinu þar í landi. 6. janúar 2009 12:14 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Kynningarherferð samhliða málsókn gegn Bretum Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, telja nauðsynlegt að samhliða málsókn íslenska ríkisins gegn breskum stjórnvöldum verði gripið til kynningarherferðar erlendis. Þeir vilja að málið verði sótt fast eftir. Þetta kemur fram í grein sem þeir rita í Morgunblaðið í dag. 5. janúar 2009 09:53
Ríkisstjórn vill leita til Mannréttindadómstólsins Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna beitingar breskra stjórnvalda á svonefndum hryðjuverkalögum frá árinu 2001 gegn Landsbankanum á síðasta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi sem fram fór nú í morgun. Ekki verður höfðað mál gegn breska ríkinu þar í landi. 6. janúar 2009 12:14