Innlent

Par braust inn í Þelamerkurskóla

Lögreglan á Akureyri handtók rétt fyrir klukkan fimm í nótt par sem hafði brotist inn í Þelamerkurskóla. Karlinn er á fertugsaldri en konan á þrítugsaldri en þau voru bæði í annarlegu ástandi að sögn lögreglu og verða yfirheyrð síðar í dag. Það voru starfsmenn skólans sem gerðu lögreglunni viðvart eftir að þeir urður varir við mannaferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×