Innlent

Vinnsla á Drekasvæðinu hugsanlega öll neðansjávar

Olía- og gasvinnsla af Drekasvæðinu yrði hugsanlega öll neðansjávar og fjarstýrt úr landi og án borpalla á yfirborði sjávar.

Ímyndum okkur að þetta sé gasvinnslustöð á Bakkafirði árið 2020 og bregðum okkur síðan út á Drekasvæðið. Þar sjást engin mannvirki ofansjávar og við skyggnumst því undir yfirborðið og niður á hafsbotn með hjálp grafískra mynda frá FMC Tecnologies.

Fjárstýrð neðansjávarmannvirki sjá um að dæla gasi og olíu upp af hafsbotninum, þau annast forhreinsun og skila því sem ekki er nýtt aftur niður í jarðlögin. Þetta er lokað kerfi og engu er sleppt út í sjóinn, en þau verðmæti sem upp koma eru flutt um mörghundruð kílómetra langar leiðslur í verksmiðjur uppi á landi. Spáð er að meira finnist af gasi en olíu á Drekanum og það yrði þá annaðhvort flutt til kaupenda með sérstökum gasskipum frá Íslandi eða jafnvel beint af Drekasvæðinu með gasleiðslum til Skotlands.

Neðansjávarvinnsla kallar á talsverða starfsemi í landi við endurnýjun tækjanna því þau þarf að taka reglulega upp í klössun. Hér eru til að mynda fjarstýrðir kafbátur með gripörmum utan um leiðslur. Líklegt er að fyrirtæki eins og þetta yrði að setja upp starfsstöð á norðausturlandi með tugum starfsmanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×