Innlent

Viðbúnaður í Keflavík vegna farþegaþotu

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru settar í viðbragðsstöðu í dag þegar tilkynning barst um að reykur væri í flugstjórnarklefa erlendar farþegaþotu sem flaug yfir Atlantshaf. Hátt í þriðja hundrað manns voru um borð í vélinni.

Það var laust fyrir klukkan tvö sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að farþegaflugvél í flugi yfir Atlantshafið hafði verið snúið til Keflavíkurflugvallar þar sem flugmenn þotunnar hafi tilkynnt um reyk í flugstjórnarklefa. Vélin átti eftir u klukkutíma til Keflavíkur. Áhafnir á tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og voru þær í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli.

Þegar klukkuna vantaði 25 mínútur í þrjú fékk Landhelgisgæslan svo tilkynningu frá Flugstjórn um að allt virtist vera með eðlilegum hætti i´vélinni og að flugstjórinn gerði ráð fyrir að geta lent heilu og höldnu í Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×