Erlent

Fimmhundruð skógareldar í Kanada

Óli Tynes skrifar

Yfir fimmhundruð skógareldar geisa nú í Kanada. Þeir eru einkum í Bresku Kólumbíu. Þar hafa verið miklir þurrkar og hiti undanfarnar vikur.

Gordon Campbell ríkisstjóri segir að önnur eins eldhætta hafi ekki vofað yfir í manna minnum. Skógar og graslendi sé svo þurrt að eldar kvikni af minnsta tilefni.

Slökkviliðsmenn berjast dag og nótt við eldana sem þegar geisa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×