Lífið

Brad og Angelina deila hvorki rúmi - né húsi

Brad Pitt og Angelina Jolie sofa ekki lengur í sama rúmi og þá er fullyrt að þau dvelji í tveimur húsum á landareign í Long Island í New York. Brad í öðru og Angelina í hinu.

Samband þeirra stendur á brauðfótum og þá staðhæfa nokkrir fjölmiðlar vestanhafs að sambandi þeirra sé nú endanlega lokið.

Ofurparið hefur nánast verið stanslaust á forsíðum slúðurblaðanna eftir að samband þeirra komst í hámæli á sínum tíma. Brad var þá unnusti leikkonunnar Jennifer Aniston. Hann er sagður hafa verið í sambandi við hana að undanförnu og mun Angelina ekki hafa verið ýkja kát með það.

Tvö gríðarstór hús eru á landareigninni sem parið hefur haft á leigu frá því í febrúar. Brad mun þó hafa dvalið minna en Angelina í „sínu" húsi og verið að undanförnu í Kaliforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.