Innlent

Myrti fimm í Finnlandi

Frá bænum Esbo í Finnlandi.
Frá bænum Esbo í Finnlandi. MYND/AP

Maður sem skaut fyrrverandi eiginkonu sína til bana áður en hann hóf skothríð í verslunarmiðstöð í bænum Esbo í Finnlandi gengur enn laus. Eiginkonan er látin og að minnsta kosti fjórir létust í verslunarmiðstöðinni.

Maðurinn er 43 ára gamall innflytjandi frá Balkanskaga sem að sögn lögreglu er ekki með landvistarleyfi. Svo virðist sem hann hafi myrt eiginkonu konu sína annars staðar í bænum áður en hann fór inn í matvöruverslun og hóf skothríð með skammbyssu.

Þrjár konur létust og einn karlmaður. Mikið lið lögeglu leitar nú mannsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×