Innlent

Framsóknarflokkur fékk 182 milljónir

Helgi Hjörvar fékk mest allra í Samfylkingunni.
Helgi Hjörvar fékk mest allra í Samfylkingunni.
Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálaflokka allt aftur til 2002.

Framsókn og Samfylking skiluðu umbeðnum upplýsingum á réttum tíma. Sjálfstæðisflokkur skilaði seinna og ekki öllum upplýsingunum. Flokkurinn birtir einungis framlög til flokksskrifstofu sinnar, en ekki til kjördæmafélaga. Því er samanburður á framlögum við aðra flokka villandi. Þá birtir Sjálfstæðisflokkur ekki nöfn þeirra sem veittu fé til flokksins

Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun, minnir á að flokkarnir séu ekki skyldugir til að birta upplýsingarnar aftur í tímann. Þegar flokkar eða frambjóðendur segi að nafnleyndar hafi verið óskað sé gengið út frá því að það sé í samræmi við óskir styrkveitanda.

Eins og áður hefur sést eyða frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum mun meira en frambjóðendur annarra flokka. Í kosningabaráttuna 2007 fór Guðlaugur Þór Þórðar­son til að mynda með tæpar 25 milljónir, en hæstur í Samfylkingu var Helgi Hjörvar með 5,6 milljónir.

klemens@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×