Innlent

Strokuföngum verður ekki refsað

Litla-Hraun.
Litla-Hraun. MYND/Stefán

Fangarnir tveir sem struku af Litla Htrauni um sex leytið í gærkvöldi fá ekki refsingu fyrir athæfið. Annar mannanna náðist strax en mikil leit fór í gang að hinum. Vegapóstar voru settir upp og var hundur fenginn í leitina í kringum fangelsið. Fanginn fannst síðan tveimur tímum síðar í heimahúsi á Eyrarbakka. Var hann keyrður heim á Litla Hraun.

Fangaflótti mun ekki vera refsiverður ef fangar sannmælast ekki um að flýja. Frumkvöðullinn að flóttanum í gær sagiðst hafa tekið skyndiákvörðun með því að hoppa yfir grindverkið og hinn hafi fylgt honum. Þeim verður því ekki refsað fyrir athæfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×