Innlent

Fagna viljayfirlýsingu um Tónlistarhúsið

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í gær. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri.
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í gær. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri.

Samtök ferðaþjónustunnar fagna því að ríkið og Reykjavíkurborg skuli hafa undirritað viljayfirlýsingu um að ljúka byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins. ,,Þrátt fyrir slæmt efnahagsástand þarf að skoða afleiðingar þess að hafast ekki að og ljóst að miklir fjármunir færu í súginn yrði hætt við bygginguna að sinni. Hálfklárað stórhýsi í miðbæ Reykjavíkur myndi þar að auki setja dapurlegan svip á bæinn,“ segir í tilkynningu.

Að mati samtakanna er húsið mikilvæg fjárfesting til framtíðar og grunnur að stórauknu funda- og ráðstefnuhaldi á Íslandi en það skapi miklar gjaldeyristekjur fyrir íslenskt þjóðarbú.  ,,Ráðstefnuhald krefst mikillar og margbreytilegrar þjónustu og margföldunaráhrif slíkra ferðamanna mikil.“


Tengdar fréttir

Borgarráð: Framkvæmdum við Tónlistarhúsið framhaldið

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að framkvæmdum við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verði framhaldið. Bókunin var samþykkt samhljóða í ráðinu, að sögn Óskar Bergssonar formanns borgarráðs. Sameiginleg yfirlýsing ríkis og borgar um framkvæmdina verður kynnt síðar í dag.

Tónlistarhúsið enn í biðstöðu

Ekki fékkst niður­staða í borgarráði í gær um hvort og þá hvenær framkvæmdir við Tónlistarhúsið hefjast að nýju. Búist hafði verið við að málið yrði útkljáð á fundinum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir líklega boðað til aukafundar í næstu viku.

Viljayfirlýsing um Tónlistarhúsið undirrituð

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um framkvæmdir við Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg eru sammála um mikilvægi þess að framkvæmdum við húsið verði fram haldið.

Tónlistarhúsið tekið í notkun 2011

Tónlistarhúsið sem nú rís við höfnina verður líklega klárað á árinu 2011 ef áætlanir standast. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra á þingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forveri hennar í ráðuneytinu fagnaði því að lausn hafi fundist á málinu og að húsið verði klárað. Þær bentu báðar á að 600 störf hangi á spýtunni og muni um minna á tímum eins og nú eru uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×