Innlent

Lithái í gæsluvarðhald - rauf farbann

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir litháískum karlmanni í síðustu viku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás og rán í Reykjavík. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 14.-17.október á síðasta ári en farbanni vegna þess frá 12.febrúar.

Þrátt fyrir það reyndi hann að komast með flugi til Noregs í síðustu viku en hann var stöðvaður við vopnaleitarhlið flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og var þá kominn í gegnum vegabréfaeftirlit og telst því hafa rofið farbann.

Í úrskurði Hæstaréttar segir að það sé mat dómsins að mikil hætta sé talin á því að maðurinn reyni að koma sér undan málssókn eða fullnustu refsingar með því að fara úr landi.

Hann var því úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan mál hans er til meðferðar Hæstaréttar, þó eigi lengur en 19.júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×