Erlent

Lenti þotu eftir að flugmaður varð bráðkvaddur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vélin lent heilu og höldnu.
Vélin lent heilu og höldnu. MYND/CNN/WINK

Flugumsjónarmenn í Flórída kalla það kraftaverk að farþegi um borð í skrúfuþotu af gerðinni Super King Air skyldi ná stjórn á vélinni og ná að lenda henni slysalaust eftir að flugmaðurinn varð bráðkvaddur á leið til Jackson í Mississippi á páskadag.

Fjórir farþegar voru um borð, þar á meðal maður ásamt tveimur dætrum sínum. Hann átti að baki 130 flugtíma á Cessnu sem er mun smærri og aflminni vél en Super King Air-þotan. Flugmaður leiðbeindi honum gegnum talstöðina og að lokum tókst manninum að lenda vélinni óskaddaðri á flugvelli í suðausturhluta Flórída.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×