Erlent

Hugðust skemma raforkuver

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Raforkuverið í Nottinghamskíri.
Raforkuverið í Nottinghamskíri. MYND/Telegraph

Rúmlega eitt hundrað manns eru í haldi lögreglu í Nottinghamskíri í Bretlandi, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að fremja skemmdarverk á einu stærsta raforkuveri landsins um helgina.

Hinir handteknu eru umhverfisverndarsinnar og voru handteknir upp úr miðnætti aðfaranótt gærdagsins eftir að lögregla komst á snoðir um áætlanir þeirra. Hefði ætlunarverkið tekist má ætla að tugþúsundir heimila hefðu orðið rafmagnslaus. Lögregla segir aðgerðina hafa verið mjög umfangsmikla en fólkið var handtekið þar sem það hafði safnast saman nærri orkuverinu. Enginn meiddist við handtökurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×