Erlent

Elsta klámstjarna Japans aldrei sprækari

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Afi japansks klámiðnaðar lætur vax drjúpa yfir einn mótleikara sinna.
Afi japansks klámiðnaðar lætur vax drjúpa yfir einn mótleikara sinna. MYND/Reuters

Shigeo Tokuda er 75 ára gamall. Hann kallar þó ekki allt ömmu sína og lét þennan virðulega aldur og nokkur grá hár ekki aftra sér frá því að hefja tökur á nýrri klámmynd um páskana.

Tokuda byrjaði reyndar í seinni kantinum, hann hafði unnið á ferðaskrifstofu mestalla starfsævina og var 59 ára gamall þegar hann lék í sinni fyrstu klámmynd. Það virðist þó hafa gengið ágætlega því síðan eru verk hans orðin rúmlega 200. Leikstjóri nýju myndarinnar segir þetta vera japönskum eldri borgurum þarfa áminningu um að aldur sé ekki eitthvað sem þurfi að aftra fólki frá því að stunda kynlíf.

Sú ábending virðist þörf þar sem Japanar eldast nú flestum þjóðum hraðar og eru nánast hættir að eignast börn, enda alltaf í vinnunni. Ekkert þróað land býr yfir hærra hlutfalli eldri borgara en fimmti hver Japani er eldri en 65 ára.

Tokuda og framleiðendur mynda hans ætla sér líka að leggja sitt lóð á vogarskálarnar því nú stendur til að fara að bjóða frambærilegustu ræmurnar til sölu á japönskum elliheimilum. Oft var þörf en nú nauðsyn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×