Fótbolti

Redknapp vill Bellamy en selur ekki Keane

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Nordicphotos/GettyImages
Robbie Keane verður ekki seldur frá Tottenham í janúar. Eitt ár er síðan Keane fór aftur til félagsins eftir misheppnaða dvöl hjá Liverpool en er ekki fastur byrjunarliðsmaður í liðinu, þrátt fyrir að bera fyrirliðabandið.

Keane var sagður vera höfuðpaurinn í leynilega jólateiti leikmanna liðsins í Dublin á Írlandi. Redknapp sagðist vera ósáttur með að leikmenn gengu að baki honum og eftir viðræður við leikmenn samþykktu þeir allir að gefa pening til góðgerðarmála. Með öðrum orðum voru þeir sektaðir fyrir vikið.

Keane var orðaður við Celtic nýverið. Hann hefur skorað sex mörk í deildinni, þar af fjögur í sama leiknum gegn Burnley. Redknapp segir þó að ekki komi til greina að selja Keane og hann verði áfram fyrirliði liðsins.

Redknapp vill þó kaupa framherja í janúar, en Roman Pavlyuchenko verður að öllum líkindum seldur. Efstur á óskalistanum er Craig Bellamy.

„Hann er góður leikmaður. Hann er leikmaður Manchester City. Ég er viss um að þeir vilji ekki selja hann. Ég reyndi að kaupa hann áður en hann fór þangað. Þetta er eins og að spyrja hvort ég vilji kaupa Wayne Rooney. Auðvitað vildi ég það, en ég er ekkert að fara að fá hann til félagsins, er það?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×