Sveppi kemur sér í form 12. september 2009 06:00 Fyrir átak. Við bíðum spennt eftir „eftir“-myndinni. Sveppi er kominn með nóg af ístrunni framan á sér. Hann ætlar að léttast um níu kíló undir leiðsögn Gillzeneggers. „Ég þarf að fara niður í 80 kíló. Það er markmiðið. Ég er svona 88,7," segir sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson, best þekktur sem Sveppi. Nektarmyndir af Sveppa birtust í þætti hans og Audda á föstudaginn í síðustu viku. Myndirnar, sem voru teknar í hótelherbergi í Finnlandi, komu Sveppa í opna skjöldu og hann sór þess eið að komast í betra form. „Ég er í mjög slæmu formi miðað við hvernig ég var í boltanum í gamla daga," segir Sveppi. „Ég var harður! Menn eru enn þá að tala um snúningana mína í hægra horninu í ÍR." Líkamsræktarfrömuðurinn Egill „þykki" Einarsson sér um að tálga kílóin utan af Sveppa, sem er afar ósáttur við valið. „Mér finnst hann óþolandi," segir Sveppi. „Hann er svo klikkaður, algjör steik. Ég er í nettri tilvistarkreppu. Ég nenni þessu ekki, síst af öllu með Gillz, en ég verð að gera þetta! Þetta er mjög erfitt, enda græt ég mig í svefn á kvöldin." Málið reynir augljóslega á berskjaldaðar tilfinningar Sveppa, enda umvafinn glæsimennum frá degi til dags. „Auddi er orðinn alveg helslimmaður og flottur," segir hann. „Pétur grennist og grennist. Hann er iðinn við að fara í göngutúra og passar upp á matarræðið á meðan Auddi er meira fyrir að fara í ræktina og taka skvass." Margir muna eftir þegar Gaui litli fór í sams konar átak og var vigtaður í beinni útsendingu sjónvarpsins. Sveppi óttast ekki að vera kallaður Sveppi litli um ókomna tíð. „Það eru svo mörg nöfn sem ganga um mig að ég yrði bara sáttur við það. Það er flott! Þegar ég labbaði hringinn í kringum landið var ég kallaður Sverrir Pétur. Svo þegar ég fór að bæta á mig fóru menn að kalla mig krullóttu kjötbolluna. Þannig að Sveppi litli hljómar bara ágætlega." Sveppi verður vigtaður reglulega í þætti þeirra Audda og það er mikið í húfi. Ef honum tekst ekki ætlunarverkið þarf hann að hlaupa nakinn niður Laugaveginn, en Auddi virðist sleppa létt þar sem Sveppi hefur ekki samið við hann um refsingu ef markmiðið næst. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Sjá meira
Sveppi er kominn með nóg af ístrunni framan á sér. Hann ætlar að léttast um níu kíló undir leiðsögn Gillzeneggers. „Ég þarf að fara niður í 80 kíló. Það er markmiðið. Ég er svona 88,7," segir sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson, best þekktur sem Sveppi. Nektarmyndir af Sveppa birtust í þætti hans og Audda á föstudaginn í síðustu viku. Myndirnar, sem voru teknar í hótelherbergi í Finnlandi, komu Sveppa í opna skjöldu og hann sór þess eið að komast í betra form. „Ég er í mjög slæmu formi miðað við hvernig ég var í boltanum í gamla daga," segir Sveppi. „Ég var harður! Menn eru enn þá að tala um snúningana mína í hægra horninu í ÍR." Líkamsræktarfrömuðurinn Egill „þykki" Einarsson sér um að tálga kílóin utan af Sveppa, sem er afar ósáttur við valið. „Mér finnst hann óþolandi," segir Sveppi. „Hann er svo klikkaður, algjör steik. Ég er í nettri tilvistarkreppu. Ég nenni þessu ekki, síst af öllu með Gillz, en ég verð að gera þetta! Þetta er mjög erfitt, enda græt ég mig í svefn á kvöldin." Málið reynir augljóslega á berskjaldaðar tilfinningar Sveppa, enda umvafinn glæsimennum frá degi til dags. „Auddi er orðinn alveg helslimmaður og flottur," segir hann. „Pétur grennist og grennist. Hann er iðinn við að fara í göngutúra og passar upp á matarræðið á meðan Auddi er meira fyrir að fara í ræktina og taka skvass." Margir muna eftir þegar Gaui litli fór í sams konar átak og var vigtaður í beinni útsendingu sjónvarpsins. Sveppi óttast ekki að vera kallaður Sveppi litli um ókomna tíð. „Það eru svo mörg nöfn sem ganga um mig að ég yrði bara sáttur við það. Það er flott! Þegar ég labbaði hringinn í kringum landið var ég kallaður Sverrir Pétur. Svo þegar ég fór að bæta á mig fóru menn að kalla mig krullóttu kjötbolluna. Þannig að Sveppi litli hljómar bara ágætlega." Sveppi verður vigtaður reglulega í þætti þeirra Audda og það er mikið í húfi. Ef honum tekst ekki ætlunarverkið þarf hann að hlaupa nakinn niður Laugaveginn, en Auddi virðist sleppa létt þar sem Sveppi hefur ekki samið við hann um refsingu ef markmiðið næst. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög