Innlent

Rússnesku kafbátarnir farnir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ellisif segir að Varnarmálastofnun muni áfram fylgjast með ferðum um Drekasvæðið.
Ellisif segir að Varnarmálastofnun muni áfram fylgjast með ferðum um Drekasvæðið.
Rússnesku kafbátarnir sem voru við Drekasvæðið norðaustur af Íslandi í liðinni viku eru farnir þaðan, að sögn Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur, forstjóra Varnarmálastofnunar. Ellisif segir að áfram verði fylgst með svæðinu enda sé það hlutverk stofnunarinnar. „Við fylgjumst með þessu eins og við gerum á hverjum degi og gerum alltaf," segir Ellisif Tinna.

Aðspurð hvaða tilgangur gæti verið með ferðum kafbátanna segir Ellisif Tinna að það sé fyrst og fremst hlutverk Varnarmálastofnunar að fylgjast með ferðum þeirra, en ekki draga ályktanir. „En við vitum að þetta eru rannsóknarkafbátar og rannsóknarkafbátar æfa ekki - þeir eru að rannsaka. Það eru herkafbátar sem æfa hitt og þetta," segir Ellisif.

Drekasvæðið er það svæði í kringum Ísland sem vænst er að olía finnist á.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×