Erlent

Framkvæmdastjóri NATO kveður

Jaap de Hoop Scheffer og eiginkona hans lúta höfði í kveðjuathöfn í Brussel í gær.
Mynd/AP
Jaap de Hoop Scheffer og eiginkona hans lúta höfði í kveðjuathöfn í Brussel í gær. Mynd/AP

Á mánudaginn tekur Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, við af Jaap de Hoop Scheffer sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO.

Eitt stærsta verkefni bandalagsins er hernaðurinn í Afganistan, en auk þess fær Fogh Rasmussen nóg að glíma við í sambandi við væntanlega fjölgun aðildarríkja, erfið samskipti við Rússland og baráttu gegn sjóræningjum frá Sómalíu.

De Hoop Scheffer hafði gegnt embættinu í fimm og hálft ár, en það er hálfu öðru ári lengra en venjan er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×