Stefnir í metfjölda fæðinga á þessu ári 11. ágúst 2009 04:30 Allt stefnir í að metfjöldi barna fæðist á fæðingardeild og í Hreiðrinu á þessu ári. MYND/vilhelm Samtals 2.101 barn hafði fæðst á fæðingardeildum Landspítalans í gær. Það er 72 börnum fleiri en fæðst höfðu á sama tíma í fyrra. Að sögn Guðrúnar G. Eggertsdóttur, yfirljósmóður á Landspítalanum, stefnir því í metár í fæðingum, þar sem áætlaðar fæðingar í september og október eru mjög margar. Í fyrra var met í fæðingum jafnað á fæðingardeildum Landspítalans, þegar 3.376 börn fæddust þar, en alls fæddust 4.846 börn á landinu öllu samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þann 10. ágúst í fyrra höfðu 2.029 börn fæðst á Landspítalanum, en í ár eru þau 2.101. Auk þess er búist við miklum fjölda fæðinga á næstu mánuðum og eru áætlaðar fæðingar í ágúst til dæmis 287 og í september 297. Að sögn Guðrúnar fæðast svo yfirleitt á bilinu tíu til tuttugu börn til viðbótar. Því stefnir allt í að metið verði slegið í ár. Erfitt efnahagsástand virðist því ekki hafa neikvæð áhrif á fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu, í það minnsta ekki enn þá. Guðrún segir hent gaman að því á fæðingardeildum að nú hljóti fyrstu kreppubörnin að vera að líta dagsins ljós. Venjan er sú að þegar efnahagsástand er slæmt dregst fæðingartíðni saman, að sögn Ólafar Garðarsdóttur, dósents við Háskóla Íslands og doktors í fólksfjöldafræði. „Sem dæmi má nefna heimskreppuna á fjórða áratugnum. Þá lækkaði fæðingatíðni alls staðar í heiminum, og líka á Íslandi.“ Hún segir söguna á Norðurlöndunum sýna slíkt hið sama. „Í nágrannalöndunum, þar sem fæðingarorlofsgreiðslur eru tengdar við laun eins og hér á landi, þá sér maður það samband að þegar það er efnahagslægð lækkar fæðingatíðni, og þegar efnahagsástand er gott þá hækkar hún.“ Þetta hafi líka verið tilfellið á Íslandi, þar sem betri fæðingarorlofslöggjöf og góðæri hafi valdið því að fæðingatíðni hafi hægt og bítandi hækkað undanfarin ár. Ólöf segir fæðingartíðni þessa árs segja lítið til um efnahagsástandið. „Fólk sem er komið af stað í barneignarhugleiðingum hættir því ekki endilega. Það er því ekki alveg að marka þetta ár, það væri frekar að næsta ár myndi gefa betri vísbendingar. Mér finnst líklegt að tíðnin fari niður á við þegar efnahagskreppan fer að segja meira til sín, á næsta ári.“ Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Samtals 2.101 barn hafði fæðst á fæðingardeildum Landspítalans í gær. Það er 72 börnum fleiri en fæðst höfðu á sama tíma í fyrra. Að sögn Guðrúnar G. Eggertsdóttur, yfirljósmóður á Landspítalanum, stefnir því í metár í fæðingum, þar sem áætlaðar fæðingar í september og október eru mjög margar. Í fyrra var met í fæðingum jafnað á fæðingardeildum Landspítalans, þegar 3.376 börn fæddust þar, en alls fæddust 4.846 börn á landinu öllu samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þann 10. ágúst í fyrra höfðu 2.029 börn fæðst á Landspítalanum, en í ár eru þau 2.101. Auk þess er búist við miklum fjölda fæðinga á næstu mánuðum og eru áætlaðar fæðingar í ágúst til dæmis 287 og í september 297. Að sögn Guðrúnar fæðast svo yfirleitt á bilinu tíu til tuttugu börn til viðbótar. Því stefnir allt í að metið verði slegið í ár. Erfitt efnahagsástand virðist því ekki hafa neikvæð áhrif á fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu, í það minnsta ekki enn þá. Guðrún segir hent gaman að því á fæðingardeildum að nú hljóti fyrstu kreppubörnin að vera að líta dagsins ljós. Venjan er sú að þegar efnahagsástand er slæmt dregst fæðingartíðni saman, að sögn Ólafar Garðarsdóttur, dósents við Háskóla Íslands og doktors í fólksfjöldafræði. „Sem dæmi má nefna heimskreppuna á fjórða áratugnum. Þá lækkaði fæðingatíðni alls staðar í heiminum, og líka á Íslandi.“ Hún segir söguna á Norðurlöndunum sýna slíkt hið sama. „Í nágrannalöndunum, þar sem fæðingarorlofsgreiðslur eru tengdar við laun eins og hér á landi, þá sér maður það samband að þegar það er efnahagslægð lækkar fæðingatíðni, og þegar efnahagsástand er gott þá hækkar hún.“ Þetta hafi líka verið tilfellið á Íslandi, þar sem betri fæðingarorlofslöggjöf og góðæri hafi valdið því að fæðingatíðni hafi hægt og bítandi hækkað undanfarin ár. Ólöf segir fæðingartíðni þessa árs segja lítið til um efnahagsástandið. „Fólk sem er komið af stað í barneignarhugleiðingum hættir því ekki endilega. Það er því ekki alveg að marka þetta ár, það væri frekar að næsta ár myndi gefa betri vísbendingar. Mér finnst líklegt að tíðnin fari niður á við þegar efnahagskreppan fer að segja meira til sín, á næsta ári.“
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira