Enski boltinn

Rijkaard spenntur fyrir Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Rijkaard, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea.
Frank Rijkaard, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Frank Rijkaard hefur viðurkennt í enskum fjölmiðlum að Rijkaard myndi íhuga tilboð ef það kæmi frá Chelsea.

Rijkaard var áður knattspyrnustjóri Barcelona en í gær var Luiz Felipe Scolari rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea. Rijkaard hefur áður verið orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea.

Þó nokkrir hafa verið orðaðir við stöðuna og sögðu enskir fjölmiðlar í morgun að Avram Grant gæti verið fenginn tímabundið til að taka við liðinu á meðan að leitað er að nýjum knattspyrnustjóra.

„Hann er mikill áhugamaður um ensku úrvalsdeildina og hefði áhuga á því að starfa þar," sagði umboðsmaður Rijkaard. Hann sagði að Rijkaard væri að leita sér að frambúðarstarfi en að hann tæki ekki hverju sem er.

„Þetta þyrfti að vera langtímaverkefni hjá honum - ekki bara í eitt eða eitt og hálft ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×