Enski boltinn

Hiddink í viðræðum við Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic Photos / AFP

Guus Hiddink hefur staðfest að Chelsea hafi komið að máli við sig um að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu til loka tímabilsins.

„Ef þetta væri eitthvað annað félag væri svarið strax nei," sagði Hiddink. „En þetta er frábrugðið því þetta er Chelsea og er í góðu sambandi við eiganda félagsins. Ég væri til í að hjálpa félaginu ef ég gæti."

Hiddink er sem stendur þjálfari rússneska landsliðsins en eigandi Chelsea, Roman Abramovich, er rússneskur.

„Þetta fyrirkomulag myndi aðeins gilda næstu 2-3 mánuðina eða til loka tímabilsins. Ég mun ekki hætta mínu starfi hjá rússneska knattspyrnusambandinu. Það er alveg útilokað. Þegar ég tók við því leit ég á það sem langtímaverkefni og vil ég ekki ganga frá því ókláruðu."

Hiddink þjálfaði á sínum tíma lið PSV í Hollandi á sama tíma og hann var þjálfari ástralska landsliðsins. Hann segist því ekki ókunnugur því fyrirkomulagi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×