Enski boltinn

Hiddink sagður taka við Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic Photos / AFP
Enska dagblaðið The Times fullyrðir á vefútgáfu sinni að Guus Hiddink muni stýra Chelsea út leiktíðina. Aðeins sé tímaspursmál hvenær það verði tilkynnt.

Það þykir þó ólíklegt að Hiddink verði við stjórnvölinn er Chelsea mætir Watford á laugardaginn í ensku bikarkeppninni.

Þá hefur fréttastofa Reuters eftir Alexei Sorokin, framkvæmdarstjóra rússneska knattspyrnusambandsins, að sambandið samþykki samning Hiddink við Chelsea.

„Við lítum ekki á þetta sem vandamál. Miðað við verkefni landsliðsins framundan er vel hægt að sameina þessi tvö störf," sagði Sorokin en Hiddink er einnig landsliðsþjálfari Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×