Enski boltinn

Aðeins Grant og Hiddink koma til greina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant og Guus Hiddink.
Avram Grant og Guus Hiddink. Nordic Photos / Getty Images

Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports koma aðeins Avram Grant og Guus Hiddink til greina sem næstu knattspyrnustjórar Chelsea.

Hiddink hefur áður verið orðaður við stöðuna en hann hefur ekki viljað hætta starfi sínu sem landsliðsþjálfari Rússlands.

Grant stýrði Chelsea á síðasta keppnistímabili eftir að Jose Mourinho hætti hjá félaginu. Sumir fjölmiðlar í Englandi halda því fram að hann muni tímabundið taka við liðinu þar til nýr knattspyrnustjóri verði ráðinn til frambúðar.

Samkvæmt heimildum Sky Sports verður ákvörðun tekin á næsta sólarhring um ráðningu knattspyrnustjóra og að viðkomandi muni stýra liðinu gegn Watford í ensku bikarkeppninni um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×