Innlent

Jeppi eyðilagðist í Djúpinu

Þrjár konur sluppu með skrekkinn þegar bíll þeirra fór út af þjóðveginum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi um hádegisbil. Slysið varð á nýjum vegarkafla sem búið er að leggja að nýrri Mjóafjarðarbrú, en þar sem brúin er ekki tilbúin liggur kröpp beygja af vegarkaflanum yfir á gamla þjóðveginn, sem erfitt er að átta sig á. Ökumaður náði því ekki beygjunni.

Bíllinn, jepplingur, hentist út í stórgrýti, þar sem hann skorðaðist af, og er talinn ónýtur. Konurnar, sem eru úr Bolungarvík, voru á leið til náms á Akureyri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×