Innlent

Gulldepluveiðar á nýjum fiskimiðum

Íslenski fiskiskipaflotinn hefur nú uppgötvað ný fiskimið, um 170 mílur suður af Vestmannaeyjum. Þar eru nú fimm nótaveiðiskip á gulldepluveiðum, Huginn, Guðmundur, Júpíter, Sighvatur Bjarnason og Álfsey.

Þessi skip væru annars undir eðlilegum kringumstæðum á loðnuveiðum þessa dagana en þar sem lítið sem ekkert hefur fundist af loðnu hafa þau verið að eltast við gulldeplu, sem hefur verið færa sig sífellt lengra suður frá á landinu undanfarna daga.

Önnur nótaveiðiskip, sem eru á kolmunnaveiðum, eru að sækja aflann enn lengra frá Íslandsströndum. Þannig er Hákon nú staddur vestur Írlandi og Vilhelm Þorsteinsson er út af Skotlandsströndum. Þá er Margrét EA einnig á leiðinni á þessu fjarlægu mið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×