Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaða konu

TF-GNÁ
TF-GNÁ

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, er nú á leið austur í Skaftafellssýslur til móts við sjúkrabíl, sem er á leið frá Breiðamerkursandi með slasaða konu eftir bílslys.

Bíll með fimm erlendum ferðamönnum valt um fimm kílómetra austan við Jökulsárlón og slösuðust tveir þeirra, annar þó lítilsháttar. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli konunnar eru en búist er við að þyrlan og sjúkrabíllinn mætist á Kirkjubæjarklaustri nú upp úr klukkan tólf.

Þar mun þyrlan taka við konunni og flytja hana til Reykjavíkur á sjúkrahús.

TF-GNA fór frá Klaustri kl. 11:40 áleiðis til Reykjavíkur. 

Örskömmu síðar var beðið um þyrlan  snéri við að Klaustri, tæki lækninn og héldi síðan til Hornafjarðar, þar var bráðveikt ungabarn að sögn FML. Enginn læknir var þá á Höfn, væntanlega vegna þess að hann var í útkalli vegna umferðarslyssins.

TF-GNA lenti á Höfn um kl. 12:25 og er væntanleg til Reykjavíkur um kl. 15:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×