Innlent

Tuttugu ára afmæli bjórsins á Íslandi

Þetta ágæta fólk skálaði í bjór þann 1.mars árið 1989
Þetta ágæta fólk skálaði í bjór þann 1.mars árið 1989 MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR

Í dag eru liðin tuttugu ár frá því að leyft var að selja bjór á Íslandi á ný. Bjórbannið svokallaða tók gildi 1. janúar árið 1912 og stóð til 1. mars 1989 eða í 77 ár.

Hart var deilt um frumvarp þessa efnis á Alþingi en meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn afnámi bannsins var Steingrímur J. Sigfússon, núverandi fjármálaráðherra.

Bjórinn var síðan leyfður þann 1.mars árið 1989 og er óhætt að segja að drykkjarvenjur íslendinga hafi tekið miklum breytingum frá þeim tíma. Aðrir vilja þó meina að íslendingar hafi aldrei lært að drekka áfengi í sama mæli og aðrar siðaðar þjóðir Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×