Lífið

Villurnar pirra eingöngu lögmenn

Brynjar Níelsson Hæstaréttarlögmaður.
Brynjar Níelsson Hæstaréttarlögmaður.

„Það er ekki hægt að segja að ég hafi beinlínis aðstoðað handritshöfundana. Þeir komu til mín einu sinni á stuttan fund í upphafi þegar þeir voru að móta sínar hugmyndir," svarar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður þegar Vísir spyr hann út í hans aðstoð við handritsgerð sjónvarsþáttanna Réttur sem hóf sýningar á Stöð 2 í gærkvöldi.   

„Þá svona til að þreifa á starfi lögmanna. Ég kom ekkert að handritsgerð og las það ekki yfir."

„Mér fannst þátturinn ágætis skemmtun. Hann lýsir kannski ekki íslenskum veruleika nema að takmörkuðu leyti en það er allt í lagi," segir Brynjar.  

„Ein eða tvær staðreyndavillur voru í handritinu en það mun ekki pirra aðra en lögmenn," segir Brynjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.