Lífið

Svavar á fimm

Myndlist Myndin á uppboðinu á mánudag.mynd gallerí Fold
Myndlist Myndin á uppboðinu á mánudag.mynd gallerí Fold

Síðasta listaverkauppboðið á þessu vori á vegum Gallerís Foldar verður haldið í húsakynnum þess við Rauðarárstíg á mánudagskvöld. Fjöldi verka hefur þegar verið skráður á uppboðið og verða þau til skoðunar um helgina á Rauðarárstígnum allt fram til þess að uppboðið hefst á mánudag kl. 18.15.

Mestum tíðindum sætir verk eftir Svavar Guðnason á uppboðinu frá 1944, málað á sögulegum dögum í Kaupmannahöfn þar sem listamaðurinn dvaldi við kröpp kjör og afstraktið varð til í hinni norðurevrópsku mynd sinni sem síðar var kennd við CoBrA. Verkið er auðkennilegt og staðfest, unnið með olíu og ber öll einkenni listamannsins 100 x 128 cm að stærð og er metið á 5 milljónir.

Annað verk eftir Svavar er í boði á mánudag, nær tuttugu árum yngra en hið fyrra, frá 1965: 75 x 100 cm að stærð og einkennist af stefum sem hann tókst við á þeim árum, löngum flötum sem binda saman byggingu verksins og uppbroti litaflata hið efra í rammanum. Þessi mynd er metin á 2,5-2,7 miljónir.

Margt fleira eigulegra verka er á uppboðinu eftir yngri og eldri málara.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.