Torrini fær þrjá stjörnur í Guardian 13. mars 2009 04:45 Fínir dómar. Emiliana Torrini fær prýðilega dóma hjá Guardian fyrir tónleika sína í Manchester. Tónleikagagnrýnandi breska blaðsins Guardian gefur tónleikum Emiliönu Torrini sem fram fóru á Ruby Lounge í Manchester ágætis dóma og verðlaunar hana með þremur stjörnum. Blaðamaðurinn Dave Simpson segir í gagnrýni sinni að tónleikarnir hafi verið fullir af andstæðum. Torrini, með þessa englarödd, hafi skreytt tónleikana með groddalegum sögum af lögum sínum. „Þetta var hrein hamingja, að vera innan um kokkteila og vonda menn,“ sagði Torrini einu sinni og bað síðan um viskí, rétt áður en hún söng lagið Bleeder af nýjustu plötu sinni, Me and Armini. Torrini er nú á ferðalagi um Bretlandseyjar og hefur verið þó nokkuð áberandi í bresku pressunni. Eitt athyglisverðasta viðtalið er án nokkurs vafa spurt&svarað-dálkur sem birtist í írska Independent. Þar kemur fram að á fyrstu árum sínum hér á Íslandi hafi henni oft verið boðið í ofsoðið spaghettí með tómatsósu og smá kjöti. Faðir hennar, sem stofnaði veitingastaðinn Ítalíu, hafi þá hringt í umrætt fólk, boðið því heim og kennt því sitthvað í ítalskri matargerð. Þá ræðir Emiliana einnig um Björk sem hún segist ekkert þekkja og leiðréttir þann leiða misskilning að Björk hafi sungið Gollum song fyrir Hringadróttinssögumynd Peters Jackson. Blaðamaðurinn heldur því nefnilega fram fullum fetum að sú saga lifi góðu lífi á netinu. - fgg Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Tónleikagagnrýnandi breska blaðsins Guardian gefur tónleikum Emiliönu Torrini sem fram fóru á Ruby Lounge í Manchester ágætis dóma og verðlaunar hana með þremur stjörnum. Blaðamaðurinn Dave Simpson segir í gagnrýni sinni að tónleikarnir hafi verið fullir af andstæðum. Torrini, með þessa englarödd, hafi skreytt tónleikana með groddalegum sögum af lögum sínum. „Þetta var hrein hamingja, að vera innan um kokkteila og vonda menn,“ sagði Torrini einu sinni og bað síðan um viskí, rétt áður en hún söng lagið Bleeder af nýjustu plötu sinni, Me and Armini. Torrini er nú á ferðalagi um Bretlandseyjar og hefur verið þó nokkuð áberandi í bresku pressunni. Eitt athyglisverðasta viðtalið er án nokkurs vafa spurt&svarað-dálkur sem birtist í írska Independent. Þar kemur fram að á fyrstu árum sínum hér á Íslandi hafi henni oft verið boðið í ofsoðið spaghettí með tómatsósu og smá kjöti. Faðir hennar, sem stofnaði veitingastaðinn Ítalíu, hafi þá hringt í umrætt fólk, boðið því heim og kennt því sitthvað í ítalskri matargerð. Þá ræðir Emiliana einnig um Björk sem hún segist ekkert þekkja og leiðréttir þann leiða misskilning að Björk hafi sungið Gollum song fyrir Hringadróttinssögumynd Peters Jackson. Blaðamaðurinn heldur því nefnilega fram fullum fetum að sú saga lifi góðu lífi á netinu. - fgg
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira