Lífið

Einsleit nefnd um RÚV

Fyrrverandi ráðherra staðfestir að til séu ótal skýrslur um RÚV í skúffum ráðuneytisins – en ný einsleit nefnd um málefni RÚV leit dagsins ljós í vikunni.
Fyrrverandi ráðherra staðfestir að til séu ótal skýrslur um RÚV í skúffum ráðuneytisins – en ný einsleit nefnd um málefni RÚV leit dagsins ljós í vikunni.

Svo virðist sem starfshópur sem á að fjalla um málefni Ríkisútvarpsins komi aðeins úr einni átt: Annaðhvort úr Vinstri grænum eða Ríkisútvarpinu sjálfu nema hvoru tveggja sé.

„Skipanin er sérstök og maður veltir því fyrir sér hvort auka eigi pólitísk afskipti af Ríkisútvarpinu með skipan þessarar nefndar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra.

Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefði skipað starfshóp sem ætti að skoða málefni RÚV og hlutverk þess sem almannaútvarps. Nefndarmenn flestir, ef ekki allir, tengjast Vinstri grænum með einum eða öðrum hætti og öll utan Kristínar Helgu Gunnarsdóttur rithöfundar eru fyrrverandi starfsmenn Ríkisútvarpsins.

Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður Katrínar, fer fyrir hópnum en kona hans Bergljót Haraldsdóttir starfar hjá RÚV. Laufey Guðjónsdóttir hjá Kvikmyndamiðstöð var innkaupamaður hjá RÚV, Sigríður Árnadóttir er fyrrverandi aðstoðarmaður Stefáns Jóns Hafstein á Rás 2 og síðar fréttamaður á RÚV, Þorbjörn Broddason prófessor við Háskólann, bróðir Brodda, sat í útvarpsráði, Ágúst Þór Árnason aðjúnkt við Háskólann á Akureyri var fréttamaður á RÚV og dagskrárgerðarmaður þar, Hjálmar Sigurðsson er svo fyrrverandi leiklistarstjóri hjá RÚV og rödd stofnunarinnar – en hann les gjarnan kynningar fyrir Ríkisútvarpið.

Þorgerður segir að reynt hafi verið í sinni tíð að slíta á öll pólitísk tengsl milli RÚV og stjórnmálamanna með því að fela stjórn útvarpsins öll völd. En nú virðist sem stíga eigi til baka. Hún þekkir vel til hvað leynist í skúffum ráðuneytisins og staðfestir að til sé ótölulegur fjöldi skýrslna um RÚV. Spurð hvort eðlilegt sé að veitt sé af almannafé til að gera enn eina skýrsluna segir Þorgerður eðlilegt að menn meti á þessum tímapunkti hverju árangursstjórnunarsamningur milli ríkis og RÚV hafi skilað.

jakob@frettabladid.is

Nefndin sem á að skoða málefni RÚV Meðal þeirra sem eiga að skoða málefni RÚV eru Sigtryggur Magnason, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Þorbjörn Broddason.
3


d
f
g
h
j





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.