Lífið

Grímuhafi stýrir kreppuverki

Kristín Jóhannesdóttir Næsta verk Kristínar nefnist Brennuvargarnir og er eftir Mark Frisch.
Kristín Jóhannesdóttir Næsta verk Kristínar nefnist Brennuvargarnir og er eftir Mark Frisch.

„Þetta er með því betra sem maður hefur lesið," segir nýkrýndur Grímuverðlaunahafi, Kristín Jóhannesdóttir, um sitt nýjasta leikrit Brennuvargar. Verkið, sem Mark Frisch skrifaði á síðustu öld, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um miðjan október.

Kristín fékk Grímuna sem leikstjóri ársins fyrir Utan gátta og bíða margir með eftirvæntingu eftir hennar næsta skrefi á leiksviðinu. Með aðalhlutverkin í Brennuvörgum, sem er kolsvört kómedía, fara Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Júlíusdóttir. Leika þau Biederman-hjónin sem fá heim til sín þrjá brennuvarga en brestur þor eða dómgreind til að hindra að þeir kveiki í allri borginni. Með hlutverk brennuvarganna fara Björn Thors og Stefán Hallur Stefánsson. Edda Arnljótsdóttir leikur síðan þjónustustúlkuna á heimilinu sem kemur mikið við sögu.

Tónlistina í verkinu semur Barði Jóhannsson.

„Það er svo sérkennilegt og skemmtilegt að verkið talar beint inn í þetta hrun okkar og á sér magnaðar hliðstæður í því ferli öllu. Í því felst skírskotun í því hvað það er í manninum sem veldur því að við göngum eins og blinduð út í eyðileggingu og glórulausa vitleysu eins og við könnumst við hér á landi," segir Kristín. „Þetta verður mjög skemmtilegt og eitthvað sem er nauðsynlegt fyrir alla Íslendinga á þessari ögurstundu sem við lifum að reyna að komast að því hvað klikkaði hjá okkur. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.