Innlent

Bæjarstjóraskipti á Akureyri

Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri.
Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri.

Akureyringar fengu í kvöld nýjan bæjarstjóra þegar Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, tók við starfinu á fundi bæjarstjórnar rétt í þessu.

Þetta mun vera hluti af samstarfssamningi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins sem sagði til um að fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins kæmi bæjarstjóri úr röðum Sjálfsstæðismanna en síðasta árið úr röðum Samfylkingar.

Hermann er þriðji til að gegna embætti bæjarstjóra á Akureyri þetta kjörtímabil. Í upphafi kjörtímabilsins var Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri en hætti í því starfi þegar hann var kjörinn á þing vorið 2007. Þá tók Sigrún Björk Jakobsdóttir við starfinu en hún tók í dag við sem forseti bæjarstjórnar þegar Kristján Þór Júlíusson lét af embætti.

„Það þarf að verja störfin og þjónustuna eins og kostur er þannig að við verðum áfram sveitarfélag í fremstu röð og séum tilbúin til að nýta tækifærið þegar forsendur skapast fyrir vexti og uppbyggingu. Ég mun hafa þetta að leiðarljósi í mínu starfi," er haft eftir Hermanni á vef Akureyrarbæjar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×