Erlent

Íranar skutu langdrægri flaug á loft

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Eldflaug af gerðinni Fateh skotið á loft í Íran í gær. Shahab-flauginni var hins vegar skotið á loft núna í morgun.
Eldflaug af gerðinni Fateh skotið á loft í Íran í gær. Shahab-flauginni var hins vegar skotið á loft núna í morgun. MYND/Reuters

Íranar skutu í morgun á loft langdrægri eldflaug af gerðinni Shahab 3 en þeirri flaug má skjóta allt að 2.000 kílómetra sem táknar að Ísrael og margar herstöðvar Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum eru innan færis hennar. Um var að ræða tilraunaskot og eykur það enn spennuna milli Írans og Bandaríkjanna, auk fleiri ríkja, vegna kjarnorkuáætlunar Írana sem þegar hafa auðgað töluvert magn úrans og lýstu því auk þess yfir í síðustu viku að þeir hefðu hafið byggingu annars mannvirkis þar sem slík auðgun muni fara fram. Með auðgun úrans er átt við framleiðslu úrans með massatöluna 235 í stað 238, sem er náttúrulegt úran, en það fyrrnefnda er mun gjarnara á að klofna og þess vegna notað við framleiðslu kjarnavopna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×