Félagsmálaráðherra bregst við gagnrýni á skuldavandafrumvarp Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. október 2009 18:00 Árni Páll Árnason hafnar allri gagnrýni á frumvarpið. Mynd/ GVA. „Fjarstæða er að halda því fram að þeir sem veðjuðu á fall krónunnar fái skuldir sínar felldar niður en hirði gróðann samkvæmt nýrri löggjöf um lausn á skuldvanda einstaklinga, heimila og fyrirtækja," segir í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Sértæk skuldaaðlögun byggist á því að þeir sem eigi í miklum greiðsluerfiðleikum greiði eins stóran hlut af skuldum sínum og greiðslugeta þeirra leyfi og að eignir gangi jafnframt upp í skuldir. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur gagnrýnt lögin töluvert um helgina á þeim forsendum að hópur manna sem farið hafi ógætilega muni hagnast þá þeim. Í tilkynningu ráðuneytisins segir hins vegar að öllum megi vera ljóst að enginn muni ríða feitum hesti frá því að ganga í gegnum sértæka skuldaaðlögun. Áður en ráðist sé í skuldaaðlögun einstaklinga séu eignir og skuldir viðkomandi metnar sem og tekjur hans, hvaða nafni sem þær nefnast. Gerð sé greiðsluáætlun þar sem miðað sé við að viðkomandi hafi til ráðstöfunar það sem honum sé nauðsynlegt til lágmarksframfærslu samkvæmt viðmiðum Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Tekjur umfram þetta viðmið fari til greiðslu á skuldum. Allar eignir umfram hóflegt húsnæði og einn bíl séu seldar eða teknar upp í skuldir af viðkomandi kröfuhöfum. Eingöngu persónubundnar skuldir muni koma til skoðunar við sértæka skuldaaðlögun en ljóst sé að úrræðið muni bjarga þúsundum heimila frá þrotameðferð fyrir dómstólum. Úrræðið mun ekki gagnast óreiðumönnum „Sértæk skuldaaðlögun mun ekki nýtast þeim sem hafa skuldsett sig langt umfram það sem raunhæft var miðað við tekjur og eignastöðu. Þeirra bíður annað hvort greiðsluaðlögun fyrir dómi eða gjaldþrotameðferð. Samkvæmt lögunum er alveg skýrt að eignarhaldsfélög sem stofnuð voru um kaup á hlutabréfum koma ekki til greina í sértæka skuldaðlögun. Þau eru algjörlega útilokuð frá þessu úrræði þar sem þau teljast ekki lífvænleg fyrirtæki í skilningi laganna heldur félög með fallnar forsendur. Mögulegar skuldbreytingar og breytingar á skilmálum lánasamninga hjá fyrirtækjum sem kunna að leiða til eftirgjafar skulda munu byggjast á nákvæmum starfsreglum. Fjármálaeftirlitinu er falið eftirlit með því að þeim sé fylgt og hefur til þess ýmis úrræði sem skýrð eru í lögunum. Eftirlitsnefnd skv. 4. gr. laganna skal fylgjast með og kanna að eigin frumkvæði hvort eftirlitsskyldir aðilar á fjármálamarkaði framfylgja samræmdum reglum sem kunna að verða settar og ad gætt se sanngirni og jafnræðis milli skuldara,“ segir í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Þá hafnar ráðuneytið þeirri gagnrýni að umræddri lagasetningu hafi verið ýtt í gegnum þingið með óeðlilegum hraða. Við gerð frumvarpsins og undirbúnings lagasetningarinnar hafi verið haft víðtækt samráð þá fjölmörgu og ólíku hagsmunaaðila sem málið varði. Í kjölfar þessa samráðs hafi málið verið kynnt opinberlega í lok september og þá komið fram að áformað hafi verið að lögin tækju gildi 1. nóvember. Þá bendir ráðuneytið jafnframt á að þingmenn allra flokka hafi fallist á að frumvarpið yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi með afbrigðum til að flýta fyrir málsmeðferðinni, þar sem nær öllum hafi verið ljóst mikilvægi þess að hrinda boðuðum aðgerðum sem fyrst í framkvæmd. Frumvarpið hafi verið samþykkt á Alþingi með stuðningi þingmanna allra flokka og aðeins einu mótatkvæði. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
„Fjarstæða er að halda því fram að þeir sem veðjuðu á fall krónunnar fái skuldir sínar felldar niður en hirði gróðann samkvæmt nýrri löggjöf um lausn á skuldvanda einstaklinga, heimila og fyrirtækja," segir í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Sértæk skuldaaðlögun byggist á því að þeir sem eigi í miklum greiðsluerfiðleikum greiði eins stóran hlut af skuldum sínum og greiðslugeta þeirra leyfi og að eignir gangi jafnframt upp í skuldir. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur gagnrýnt lögin töluvert um helgina á þeim forsendum að hópur manna sem farið hafi ógætilega muni hagnast þá þeim. Í tilkynningu ráðuneytisins segir hins vegar að öllum megi vera ljóst að enginn muni ríða feitum hesti frá því að ganga í gegnum sértæka skuldaaðlögun. Áður en ráðist sé í skuldaaðlögun einstaklinga séu eignir og skuldir viðkomandi metnar sem og tekjur hans, hvaða nafni sem þær nefnast. Gerð sé greiðsluáætlun þar sem miðað sé við að viðkomandi hafi til ráðstöfunar það sem honum sé nauðsynlegt til lágmarksframfærslu samkvæmt viðmiðum Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Tekjur umfram þetta viðmið fari til greiðslu á skuldum. Allar eignir umfram hóflegt húsnæði og einn bíl séu seldar eða teknar upp í skuldir af viðkomandi kröfuhöfum. Eingöngu persónubundnar skuldir muni koma til skoðunar við sértæka skuldaaðlögun en ljóst sé að úrræðið muni bjarga þúsundum heimila frá þrotameðferð fyrir dómstólum. Úrræðið mun ekki gagnast óreiðumönnum „Sértæk skuldaaðlögun mun ekki nýtast þeim sem hafa skuldsett sig langt umfram það sem raunhæft var miðað við tekjur og eignastöðu. Þeirra bíður annað hvort greiðsluaðlögun fyrir dómi eða gjaldþrotameðferð. Samkvæmt lögunum er alveg skýrt að eignarhaldsfélög sem stofnuð voru um kaup á hlutabréfum koma ekki til greina í sértæka skuldaðlögun. Þau eru algjörlega útilokuð frá þessu úrræði þar sem þau teljast ekki lífvænleg fyrirtæki í skilningi laganna heldur félög með fallnar forsendur. Mögulegar skuldbreytingar og breytingar á skilmálum lánasamninga hjá fyrirtækjum sem kunna að leiða til eftirgjafar skulda munu byggjast á nákvæmum starfsreglum. Fjármálaeftirlitinu er falið eftirlit með því að þeim sé fylgt og hefur til þess ýmis úrræði sem skýrð eru í lögunum. Eftirlitsnefnd skv. 4. gr. laganna skal fylgjast með og kanna að eigin frumkvæði hvort eftirlitsskyldir aðilar á fjármálamarkaði framfylgja samræmdum reglum sem kunna að verða settar og ad gætt se sanngirni og jafnræðis milli skuldara,“ segir í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Þá hafnar ráðuneytið þeirri gagnrýni að umræddri lagasetningu hafi verið ýtt í gegnum þingið með óeðlilegum hraða. Við gerð frumvarpsins og undirbúnings lagasetningarinnar hafi verið haft víðtækt samráð þá fjölmörgu og ólíku hagsmunaaðila sem málið varði. Í kjölfar þessa samráðs hafi málið verið kynnt opinberlega í lok september og þá komið fram að áformað hafi verið að lögin tækju gildi 1. nóvember. Þá bendir ráðuneytið jafnframt á að þingmenn allra flokka hafi fallist á að frumvarpið yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi með afbrigðum til að flýta fyrir málsmeðferðinni, þar sem nær öllum hafi verið ljóst mikilvægi þess að hrinda boðuðum aðgerðum sem fyrst í framkvæmd. Frumvarpið hafi verið samþykkt á Alþingi með stuðningi þingmanna allra flokka og aðeins einu mótatkvæði.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira