Íslenskur öfgahópur veldur nýsköpunarfyrirtæki milljóna tjóni Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 19. ágúst 2009 15:16 Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. Mynd/Vilhelm „Við erum náttúrulega slegin yfir þessu," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, en allt bygg í reit ORF í Gunnarsholti hefur verið eyðilagt. Um skemmdarverk er að ræða, en verknaðurinn var unninn í nótt eða í morgun. Byggið sem var eyðilagt er erfðabreytt og er í tilraunaræktun hjá ORF. Í tilkynningu frá ORF kemur fram að ræktunin hafi verið liður í rannsóknar- og þróunarstarfsemi fyrirtækisins sem miðar að því að framleiða verðmætar afurðir fyrir læknisfræðilegar rannsóknir, snyrtivöruiðnaðinn og lyfjaþróun. Ljóst er að fyrirtækið mun ekki fá uppskeru úr tilraunareitnum í haust líkt og stefnt var að. Fréttastofu barst nafnlaus tölvupóstur frá aðilum sem kalla sig Illgresi og lýsa sig ábyrg af verknaðinum. Hópurinn segir tilraunir ORF með ræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi ryðja brautina fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera almennt á Íslandi, sem hópurinn telur hættuleg umhverfinu og dýrum. Þá segir Illgresi skort á lýðræðislegri umræðu um málið og setja fram ásakanir um spillingu við rannsóknir og leyfisveitingar vegna ræktunarinnar. „Eftirlitsaðilar okkar jöfnuðu á dögunum tilraunareit Orfs í Gunnarsholti við jörðu. Héðan í frá munu erfðabreytingar ekki fara fram á íslandi án okkar íhlutunar," segir í nafnlausta póstinum frá Illgresi. „Ég skil hreinlega ekki hvað þeir eiga við þarna. Þetta fékk mjög góða og faglega umfjöllun hjá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Ef það er ekki hægt að treysta okkar færasta vísindafólki í þessu þá veit ég ekki hvert er hægt að leita," segir Björn sem vísar gagnrýni Illgresis á bug. Hann segir tjónið mikið fyrir fyrirtækið og líklegast hlaupa á milljónum, enda undirbúningur tilraunarinnar mikill og efniviðurinn dýr. „Fyrir lítið fyrirtæki eins og okkar sem er að berjast við erfiðar aðstæður í nýsköpun er þetta náttúrulega ekki gott mál." Skemmdarverkið hefur verið kært til lögreglu. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Við erum náttúrulega slegin yfir þessu," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, en allt bygg í reit ORF í Gunnarsholti hefur verið eyðilagt. Um skemmdarverk er að ræða, en verknaðurinn var unninn í nótt eða í morgun. Byggið sem var eyðilagt er erfðabreytt og er í tilraunaræktun hjá ORF. Í tilkynningu frá ORF kemur fram að ræktunin hafi verið liður í rannsóknar- og þróunarstarfsemi fyrirtækisins sem miðar að því að framleiða verðmætar afurðir fyrir læknisfræðilegar rannsóknir, snyrtivöruiðnaðinn og lyfjaþróun. Ljóst er að fyrirtækið mun ekki fá uppskeru úr tilraunareitnum í haust líkt og stefnt var að. Fréttastofu barst nafnlaus tölvupóstur frá aðilum sem kalla sig Illgresi og lýsa sig ábyrg af verknaðinum. Hópurinn segir tilraunir ORF með ræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi ryðja brautina fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera almennt á Íslandi, sem hópurinn telur hættuleg umhverfinu og dýrum. Þá segir Illgresi skort á lýðræðislegri umræðu um málið og setja fram ásakanir um spillingu við rannsóknir og leyfisveitingar vegna ræktunarinnar. „Eftirlitsaðilar okkar jöfnuðu á dögunum tilraunareit Orfs í Gunnarsholti við jörðu. Héðan í frá munu erfðabreytingar ekki fara fram á íslandi án okkar íhlutunar," segir í nafnlausta póstinum frá Illgresi. „Ég skil hreinlega ekki hvað þeir eiga við þarna. Þetta fékk mjög góða og faglega umfjöllun hjá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Ef það er ekki hægt að treysta okkar færasta vísindafólki í þessu þá veit ég ekki hvert er hægt að leita," segir Björn sem vísar gagnrýni Illgresis á bug. Hann segir tjónið mikið fyrir fyrirtækið og líklegast hlaupa á milljónum, enda undirbúningur tilraunarinnar mikill og efniviðurinn dýr. „Fyrir lítið fyrirtæki eins og okkar sem er að berjast við erfiðar aðstæður í nýsköpun er þetta náttúrulega ekki gott mál." Skemmdarverkið hefur verið kært til lögreglu.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira