Innlent

Með kannabis í svaðilför

Lögreglan hafði afskipti af manni vegna þess að hann reyndist vera með 27 grömm af kannabis á sér í vikunni. Maðurinn var að koma á slöngubát frá Vestmannaeyjum og lenti í háska við Bakkafjöru.

Fjölmiðlar greindu frá málinu fyrr í vikunni en björgunarsveitir voru kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Báturinn skolaði þó á land með briminu og því gátu farþegarnir gengið á land. Lögreglan hafði þó afskipti af manninum með kannabisið en hann hélt því fram að efnið væri til einkaneyslu.




Tengdar fréttir

Í hættu á bátstuðru

Félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja fengu útkall rétt fyrir hálf ellefu í gærkvöldi vegna tuðru sem var í vanda stödd við Bakkafjöru. Þetta kemur fram á fréttavefnum eyjar.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×