Erlent

Hið ameríska jihad

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Við þetta hlið í norðurhluta Pakistan var Jude Kenan Mohammad handtekinn í fyrra.
Við þetta hlið í norðurhluta Pakistan var Jude Kenan Mohammad handtekinn í fyrra.

Bandaríkjamaður um tvítugt er fyrir rétti, ákærður fyrir morð og mannrán sem hann segist hafa framið til dýrðar Allah.

Jude Kenan Mohammad er bandarísku alríkislögreglunni FBI fullkomin ráðgáta. Hann er ósköp venjulegur tvítugur Bandaríkjamaður frá Raleigh í Norður-Karólínu, eða svo virðist við fyrstu sýn. Undir yfirborðinu leynist þó öfgasinnaður íslamstrúarmaður sem er reiðubúinn að höggva mann og annan í nafni jihad, hins heilaga stríðs íslam.

Mohammad var handtekinn í Pakistan í október í fyrra þar sem hann ók með leigubíl gegnum athugunarstöð lögreglu. Furðu lostinn lögreglumaður fann í fórum hans dollaraseðla, amerískt vegabréf og fartölvu þrátt fyrir að Mohammad væri klæddur að hætti herskárra talibana. Talibanar eru ekki þekktir fyrir að ganga um með fartölvur og var því ákveðið að skoða hann nánar.

Málið náði þó ekki lengra en svo að hann sagðist eingöngu vera ferðamaður og var að lokum látinn laus þar sem ekki var hægt að sanna annað. Hann hélt aftur til Bandaríkjanna og var handtekinn fyrir réttum mánuði eftir að hafa í félagi við sjö aðra framið morð í nafni jihad. Áttmenningarnir eru allir amerískir múslimar að eigin sögn en leiðtogi þeirra leikur heldur betur tveim skjöldum þar sem hann á og rekur verktakafyrirtæki auk þess að vera heilagur stríðsmaður íslam.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×