Valgerður Sverrisdóttir hlaut jafnréttisverðlaun Framsóknarflokksins á flokksþinginu nú í hádeginu. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, jafnréttisfulltrúi flokksins, afhenti verðlaunin. Valgerður varð fyrst kvenna varaformaður og formaður Framsóknarflokksins og settist einnig fyrst kvenna í stól iðnaðar- og viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra.
Valgerður hlaut jafnréttisverðlaun Framsóknarflokksins
