Innlent

Verð skólamáltíða hækkar ekki þrátt fyrir hækkandi verðlag

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon Mynd/Vilhelm
„Nei, það hefur engin ákvörðun verið tekin um það," segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og formaður menntaráðs, aðspurður hvort til standi að hækka verð á skólamáltíðum fyrir komandi haust.

„Við samræmdum verðið síðasta ár, sem þýddi í flestum tilfellum lækkun," segir Kjartan, en verð skólamáltíða í grunnskólum Reykjavíkur er nú 250 krónur.

Kjartan segir ekki hafa verið rætt um hækkun á gjaldskrá, en það verði rætt fyrir fjárhagsáætlunargerð í vetur.

„Það er náttúrulega verið að reka borgina að miklu leyti á gömlum gjaldskrám þegar flest annað hefur hækkað."

En telur Kjartan að það geti orðið til vandræða fyrir skólaeldhúsin að verðið standi í stað þegar aðföng hækka í verði?

„Þegar við samræmdum gjaldið á síðasta ári, þá þýddi það bara meiri kostnað fyrir borgina, svo það bitnaði ekki á eldhúsunum," segir Kjartan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×