Lögreglan handtók þrjá einstaklinga, tvo karla og eina konu, á Ingólfstrætinu eftir að þeir skvettu grænu jukki á iðnaðarráðuneytið nú fyrir skömmu.
Fréttamaður fréttastofunnar sá einstaklingana í handjárnum og lögreglan stóð yfir þeim. Augljós ummerki eru á ráðuneytinu eftir að grænu skyri eða málningu var skvett á það.

Ekki er vitað hvort þetta séu sömu einstaklingar og skvettu grænu skyri inn í anddyri Alcoa fyrri stuttu en það voru meðlimir Saving iceland.